fimmtudagur, desember 27, 2007

Jóla hvað


Jæja þá er árið alveg að verða búið og aldrei það kemur til baka. Marín Líf og fjölskylda voru hér yfir jólin og var bara meiriháttar gaman að hafa þau hér.


Við borðuðum út á Ólafsfirði á aðfangadag einsog venjulega ef fært er, hefðbundinn lambahrygg (a la mamma) og bayonnaise skinku. Alltaf gott að fá svoleiðis.


Það var nú ekkert lítið sem sú litla fékk í jólagjafir enda vinsæl með afbrigðum. Við gáfum henni meðal annars svona dúkkuburðarrúm sem hún setti litla peika(bleika) bangsann í og er hann búinn að vera þar síðan.


En þessi bangsi er með eindæmum lasburða og hrjá hann ýmsir kvillar. Svo sem kvef, hálsbólga, niðurgangur, gubbupest og ýmislegt annað sem of langt yrði upp að telja. Marín hringdi t.d í afa í kvöld og þá var peiki bangsinn búinn að æla allt út(ossalega ódesslegt).


Auk þess er maður búinn að vera í allra kvikinda líki þessa daga sem hún var hér, bara gaman að því. En það er ótrúlegt hvað þessi litla dama getur fengið mann til að láta einsog ég veit ekki hvað.


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehehehe já ég vitna nú bara í mág minn: ÞAÐ ER MERKILEGT HVAÐ STÓRIR MENN KOMAST Í LITLA VASA!!!! En hún getur nú svosem alveg fengið frænku sína, langömmu og afabróðir til þess að gera ýmislegt sem maður myndi ekki annars gera. Vona að þið hafið það gott...sakna þess að vera ekki fyrir norðan á gamlárskvöld :( Knús þín dóttir Þóra.