laugardagur, nóvember 17, 2007

Það er nebblega það


Hér sitjum við afinn og amman í sitt hvorri tölvunni, og sinnum okkar áhugamálum. Gamla spilar tölvuleiki út í eitt og er farin að tala við sjálfa sig meðan hún situr fyrir framan tölvuna, svo ég held oft að það sé saumaklúbbur hjá henni.


Og ég get sagt ykkur það, að það hríslast kaldur hrollur niður bakið á mér þar sem ég sit í sakleysi mínu fyrir framan hina tölvuna og sinni fjármálum og öðrum skyldum, les moggablogg eða önnur blogg og heyri rödd hennar við hina tölvuna breytast eftir því hvort hún er að tapa eða vinna. Og svo fatta ég allt í einu að hún er ein. (búhú)


Það hefur komið fyrir að það perlar út á mér svitinn, vegna þess að mér finnst að ég sitji hér einn í eldhúsinu en finnst að það standi einhver fyrir aftan mig og fylgist með öllu sem ég er að gera. En þá er það bara hún að röfla við sjálfa sig.(AAAAAAAAAAAAAAAAHHHH)


Svo lít ég við eftir að vera búinn að herða mig upp í það smá stund. OG HVAÐ ÞÁ. Ekkert, bara amma gamla að lifa sig inn í einhver kúluspil eða svoleiðis dæmi. Þessi tölvuáhugi hennar eða hvað maður á að kalla það er farinn að hafa þau áhrif, að ég er farinn að hafa varann á mér hér heima hjá okkur, og hátta t.d aldrei, sef í öllum fötunum.


Þetta er nú farið að hljóma einsog draugasaga og er náttúrlega ekki satt. En planið hjá mér og gömlu (kalla mig ekki gamlan þó 3 árum eldri sé) er að fara í afmælisveislu hjá henni Marínu Líf uppáhaldinu okkar á laugardeginum í næstu viku. En þá verður gimsteinninn okkar 3 ára. Hún er alltaf að hringja í okkur og vill þá helst tala við afa.


Hún t.d hringdi í okkur í gærkveldi og bauð mér formlega í kjötbollur. Hvað getur maður sagt annað en já. Svo get ég ekki annað séð en að ég þurfi að fara að endurnýja gallabuxnalagerinn minn eftir síðustu heimsókn hennar hingað í Kiðagilið. Lagerinn er nú ekki stór frekar en hjá öðrum öfum að ég held.


Hann samanstendur af sirka 3-4 buxum sem keyptar eru í Dressman.(Battestini). Og held ég að hnésbæturnar á þeim hafi beðið stóran skaða af heimsókn hennar Marínar um daginn. Og yfir í annað, er ekki Marín Líf fallegt nafn. Það finnst mér. Og einsog Marín Líf segir við afa sinn. Góa nótt soððu rótt, allt í gúddí. Kveðja Ottó.






1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hellú bara að kvitta fyrir innlitið. Adios =)