sunnudagur, nóvember 04, 2007

Smá fréttir


Ömmu og afastelpan hún Marín Líf ætlaði sér að heimsækja okkur ásamt mömmu sinni í dag og ætlunin að koma með flugi núna seinni partinn.


En vélinni var snúið við vegna leiðindaveðurs í háloftunum og hvassviðris hér á Akureyri.

Mamma hennar hringdi þegar þær voru lentar aftur í Reykjavík til að láta okkur vita.


Litla skvísan spurði mömmu sína hvar þær væru, og sagði mamma hennar að þær væru komnar aftur til Reykjavíkur.


Þá fór hún að skæla og sagði, hvað ætli að hann afi geri þá. Vonandi að það lægi eitthvað núna svo að þær komist.

Engin ummæli: