mánudagur, október 01, 2007

Leiðindaveður alltaf hreint


Það er helst í fréttum að við brugðum okkur suður á fimmtudaginn var, og fórum á sýninguna hjá Ladda. Og það er sko engin lýgi að hún var hreint út sagt frábær. Ég gjörsamlega missti mig þegar Lilli aumingi mætti á svæðið. Áfram Laddi. Svo var tíminn náttúrulega notaður til þess að spilla þeirri litlu aðeins meira en verið hefur. Komum svo heim á laugardagskvöld í rigningardrulluveðri, einsog verið hefur meira og minna allan september.

Engin ummæli: