Jæja það er nú langt síðan maður hefur skrifað eitthvað á bullið hérna. Í síðasta fríi vorum við stödd á Mallorca og var ekki langt stoppið heima eftir að við komum þaðan. En eftir fyrsta túrinn eftir fríið flaug ég heim með uppáhaldið okkar hana Marínu Líf og gerðum við okkur ýmislegt til skemmtunar yfir versló. Síðan fór ég út á sjó og er nú kominn aftur í frí og er einn heima einsog er. Kerlingin á ættarmóti í Noregi og sol. En hún kemur víst heim á sunnudag og norður á mánudag, er þá lengri ferðalögum lokið í bili. Mamma og pabbi hafa verið fyrir sunnan undanfarna daga en koma heim á sunnudag, og ætla þau að hafa þá stuttu með sér. Þannig að það má búast við verulegu fjöri hér í kotinu næstu daga. Og held ég að gömlu hjúunum muni ekki leiðast þann tíma.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli