mánudagur, júlí 02, 2007

Mér er ennþá heitt


Jæja þá erum við komin heim eftir 3 vikur á Mallorca, og höfðum við það bara alveg stórfínt. Það var ýmislegt gert sér til skemmtunar t.d farið út að borða mjög ódýrt og ýmislegt annað. Enda á ekki að vera hægt að láta sér leiðast í svona fríum. Við vorum svo heppin að fá að búa frítt í stúdíóíbúð sem aðstoðarhótelstjórinn átti, því upphaflega áttum við að vera eina viku frítt á Ponent Mar sem er alveg frábært hótel að vera á. En bókunum fjölgaði svo mikið að það var eiginlega ekki hægt þannig að hann lánaði okkur bara íbúðina. Þvílík gestrisni. Og hérna fyrir ofan sjáum við þau Manuel, Miss Mallorca og þann frábæra mad Max.

Engin ummæli: