Jæja þetta er nú búið að vera sæmilegt frí hjá manni. Næsti túr verður hjá Guðmundi vinalausa, einsog hann hefur verið kallaður eða Brim h/f. Vonandi að það gangi nú allt eftir sem okkur hefur verið sagt, en það kemur allt í ljós. Vorum með litlu skvísuna hjá okkur í viku og var það bara skemmtilegt alveg með ólíkindum hvað hún fær mann til að gera. Maður gengur nánast í barndóm. Svo segir hún ýmislegt skemmtilegt við mann, t.d ég var að fara út til að reykja, þá segir sú stutta, ekki reykja ástin mín. Síðan skruppum við suður fyrir viku og hittum hana aftur og dekruðum auðvitað við hana. En nóg í bili.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli