laugardagur, mars 24, 2007

4 ættliðir.


Þá er nú farið að styttast í þessu langa fríi hjá manni, og farinn að koma tími til að gera eitthvað. Nú er eldri dóttirin og kallinn hennar flutt til Mallorca og ætlar að vera þar í 6-7 mánuði að minnsta kosti. Ætlunin er að vinna og læra spænskuna. Í júní ætlum við að heimsækja þau og vera þar í 3 vikur. Ég reikna nú með að það verði bara gaman þar sem að við þekkjum nú nokkra á svæðinu og ekki er verra að þeir vinna sem barþjónar. Búið er að gera ráðstafanir til þess að það verði nóg vítamínó á svæðinu. Helst hefði ég nú viljað hafa litlu afastelpuna með okkur en það verður bara seinna. Skemmtilegasta sem maður gerir er að tala við hana í síma eða hafa hana í kringum sig. Það jafnast ekkert á við það. Þegar maður heyrir í henni í síma þá er það helst að hún segi manni frá kuldabola eða krumma, síðan segir hún jæja nenni ekki að tala lengur ókei bless. Síðan er hún farin. En hún er alltaf jafn ánægð að sjá ömmu og afa þegar þau koma í heimsókn. Þá gjörsamlega tapar hún sér. Hún býr á 4 hæð í Breiðholtinu og er afi alltaf töluvert á undan ömmuræflinum upp stigana. Þá kallar hún svo hátt að undir tekur í stigaganginum "amma ertu að koma". En finitó

Engin ummæli: