Jæja þá erum við komin heim úr borginni. Það var alveg meiri háttar að hitta þá litlu aftur. Sú stutta missti alveg stjórn á sér og hoppaði, hringsnérist og vissi ekki hvað hún átti af sér að gera. Svo var hún svo óðamála að það brann bara fyrir hjá henni einsog strák í mútum. Nú er það nýjasta hjá henni þegar á að bræða afa og ömmu, amma Gitta ástin mín, afi Ottó ástin mín. Hvernig haldiði að maður verði, maður gjörsamlega lekur niður. Svo gisti hún eina nótt hjá okkur og sofnaði um hálf tíu vaknaði um miðnætti og fékk afa með sér inn í eldhús þar sem hún bað um taffi og tess(kaffi og kex). Lærði hjá langömmu á Óló að dýfa mjólkurkexi í kaffi. Haldiði að það sé nú. Svo þegar við fórum norður, þá vildi hún fara með og strauk manni um andlitið og knúsaði mann. En það bíður betri tíma.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli