
Góðan daginn. Þá er maður aldeilis búinn að bleyta í veiðidótinu sínu. Fórum á sunnudag upp á Skagaheiði í vatn sem heitir Torfdalsvatn og eyddum þar einum degi í þoku og kulda, og engin veiði. Daginn eftir fórum við í Langavatn sem er um 12 km frá Skagaströnd og þar var fínt að vera sól og hiti en smá gola. Fengum við nokkra fiska þar. Vorum við með vinafólki okkar þarna sem kom síðan hingað og var farið í Ljósavatn. Það var frekar slakt svo ekki sé meira sagt. En nú er bara að slaka á og hafa það rólegt fram að versló en þá verður víst nóg að gera hjá okkur í Roðlaust&Beinlaust, bara gaman að því.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli