sunnudagur, júlí 30, 2006

Berrössuð á tánum.


Það er hálfgert eirðarleysi í manni þessa dagana. Marín litla er í stuttri heimsókn hjá pabba sínum í Rvík, og gengur bara ljómandi vel. Annars er allt meinhægt að frétta héðan úr Kiðagilinu bara þessi leiðinda þokudrulla og rok alltaf hreint. Það virðist samt vera skjól hér uppfrá því það er oft hryssingur í honum niðri í bæ, en ágætlega heitt. Mælirinn hjá mér sýndi 17 stig fyrr í kvöld.

Engin ummæli: