
Jæja þá er maður að verða búinn að vera hér í viku og líkar svona ljómandi vel. Friðsælt og ósýnilegir nágrannar. Vorum bara tveir í flutningunum ég og Pétur Eyfjörð sem hjálpaði mér með þyngstu hlutina. Síðan hefur þetta verið að smákoma í rólegheitunum, nánast búið. Keypti mér nýtt sjónvarp 32" og heimabíó og þetta bara þrælvirkar. Er nú reyndar ekki mikill bíómaður en það er magnað að horfa á tónleika í þessu. Litla daman er búin að vera hjá ömmu og afa síðan á hádegi og verður í nótt þar sem mamman fór út með vinnufélögunum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli