miðvikudagur, júlí 12, 2006

Mesti hjólatöffari landsins


Í gær fór ég á jarðarförina hans Heidda og og verður að segjast að þetta hlýtur að vera ein fjölmennasta jarðarför sem haldin hefur verið á Íslandi. KK og Kristján Edelstein spiluðu blús meðan fólk var að týnast inn, Óskar Pétursson söng nokkur lög og Andrea Gylfa sýndi það og sannaði hversu mögnuð söngkona hún er, þegar hún söng stormy monday við undirleik sniglabandsins. Í lokin var child in time spilað meðan kistan var borin út. Síðan fóru sniglarnir fyrir líkfylgdinni og þvílík líkfylgd. Það hreinlega nötraði allt í kringum mann þegar þeir settu í gang.

Engin ummæli: