laugardagur, júlí 15, 2006

Afastelpa


Þá er litla skvísan hans afa komin í frí frá leikskólanum sínum, og verður nú sennilega eitthvað hjá okkur. Svo er komið að flutningum og ætla ég að mjatla draslinu svona í rólegheitum. Fer með stærstu hlutina á morgun reikna ég með. Svo gaf sjónvarpið mitt upp öndina í kvöld, fékk bara hægt andlát. Enda búið að þjóna vel og dyggilega í ein 16-17 ár. Þá er bara að taka upp gamla og góða íslenska siði og lesa, en ég er nú soddan lestrarhestur að þetta kvelur mig ekki. Tek góðar bækur fram yfir flest. Það eru ekki margir dagar sem ég hef sleppt úr síðan ég lærði að lesa 6-7 ára gamall. Sennilega teljandi á fingrum annarar handar. Jæja gott í bili.

Engin ummæli: