föstudagur, apríl 28, 2006

Góðan daginn.


Fékk upphringingu frá Inga á fasteignasölunni og á ég að koma og skrifa undir samninginn á mánudaginn. Íbúðina fæ ég svo afhenta í júlí. Það verður skrítið að vakna ekki við innrás í herbergið sitt á morgnana, þar sem lítil skvísa ryðst inn um hurðina og hrópar aaaffiiiii. Þannig að sá gamli hrekkur upp með stírurnar í augunum, öndina í hálsinum og hjartaflökt. En hún á nú örugglega eftir að kom í pössun til ömmu og afa svo að þetta er ekki úr sögunni. Semsagt allt gott að frétta, yfir og út.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vinsamlegast gerið kommentin ykkar hér. Hakið í annaðhvort other eða anonymous, ef þið eruð ekki með blogg hér.Over and out