Þá er maður kominn í frí og sestur fyrir framan tölvuna. Maður var eiginlega kominn með fráhvarfseinkenni eftir svona langan tíma án hennar. Það er nú líka gaman að hitta afastelpu þó að hún sýni manni bara alvarlegu hliðarnar þessa dagana. Alveg sama hvernig maður fíflast og grettir sig hún horfir bara á mann stórum augum. Sjálfsagt að velta því fyrir sér hverslags asni þessi kall sé. Var að elda humarrétt í kvöld og bragðaðist hann alveg bærilega, kláraðist allavega. Þóra,Robbi og Inga borðuðu hér. Hilsen.
1 ummæli:
Flott hjá þér
Skrifa ummæli