Gerðist ansi djarfur í síðustu viku og verslaði mér splunkunýjan bíl úr kassanum. Citroen C2 Vtr l,6 og 110 hestar sem er alveg nóg þar sem hann vegur ekki nema 1080 kg, ansi skemmtilegur bíll. Lítill og lipur og síðast en ekki síst eyðslugrannur, sem ekki er hægt að segja um Explorerinn. Fór á honum suður og reyndist hann frábærlega vel í borginni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli