mánudagur, febrúar 21, 2005
Ný vika
Þá er byrjuð ný vika. Síðasta vika leið áfram í rólegheitum og ekkert markvert skeði hér á bæ. Það er þá helst að við ætluðum að vera með Marín litlu á laugardagskvöldið, en hún var nú ekki alveg á því. Hún grenjaði heil ósköp og var orðin kófsveitt anginn litli, einsog afinn. Tók hún gleði sína aftur þegar mamma hennar kom heim og brosti út undir eyru. Síðan fór mamma hennar aftur og þá tóku við nýjir tónleikar með öllu tilheyrandi. Kom þá mamma hennar aftur og allt datt í dúnalogn. Það er nú meira hvað svona litlir kroppar geta framleitt mikinn hávaða, hljóta að vera mörg desibel. En þetta fór nú allt vel að lokum. Útlit er fyrir sól og gott veður í dag og er það hið besta mál, gott að vera laus við snjó og svoleiðis ófögnuð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli