miðvikudagur, desember 30, 2009

Snjókoma


Jæja, hér virðist ekkert lát vera á snjókomunni. Frekar en ekkert byrjaði að snjóa hér aftur í kvöld. Eins og það væri ekki nóg. En himnaföðurnum hefur ekki fundist það. Enda ganga þeir allir í sandölum og hvítum sloppum þarna uppi, að minnsta kosti er manni talin trú um það. Ekki þurfa þeir sem þar búa að kaupa sér grifflur, kuldaskó, húfur og annað tilheyrandi vetrarsporti. Nei, þeir líða um með sælubros á vör kófsveittir með sandinn í nösunum, á meðan við blásum á kalda putta. Og á morgnana þegar við staulumst á fætur og gigtin alveg að drepa okkur, fara þau í kalda sturtu til að kæla sig niður. Annars er þetta bara allt í lagi. Steingrímur, Jóhanna og þeirra legátar fara miklu verr með okkur en biblíuliðið. Hell freezes over.

2 ummæli:

Eldri dóttirin sagði...

AMEN fyrir því :) Ég er að fara að hitta þá litlu á morgun og við ætlum á stelpurúnt og fá okkur stelpuís :) svo ætlar hún að gista hjá mér á laugardagskvöldið og þá verður stelpukvöld (Robbi mátti samt alveg vera með sagði hún) og hún fer svo til Snorra aftur á sunnudaginn.

Yngri dóttirin sagði...

Æj en hvað hún er góð að leyfa Robba að vera með..enda er ljótt að skilja útundan:)