föstudagur, janúar 01, 2010

Gleðilegt nýtt ár


Það fór þó aldrei svo, að það kæmi ekki nýtt ár með öllum þeim hvellum og sprengingum sem því tilheyra. Þá tekur bara sama gamla rútínan við, út á sjó og heim aftur. Þetta verður samt svolítið skemmtilegt ár held ég, því við erum þrjú sem eigum svokölluð stórafmæli. Ég 50 trúi því ekki getur ekki verið, Þóra mín 30 trúi því enn síður, og pabbi gamli 70, jahérna. Semsagt 150 ár.


Samt finnst manni að maður sé alltaf sama unglambið sem maður var einu sinni. Sumir eru ekki sama sinnis og ég með það, en þeir um það. Þegar maður lítur í spegil sér maður alltaf sama gamla töffarann, en það getur vel verið að það sé móða á speglinum eða ég bara farinn að sjá illa. Hef reyndar tekið eftir því að ég á í erfiðleikum með að lesa. Held samt að það sé bara prentuninni að kenna. Nota of litla stafi.


Jæja best að hætta þessu bulli, sé heldur ekki hvað ég er að skrifa.


Engin ummæli: