Jæja, þá frétti maður það að frænka mín á svipuðum aldri og eldri dóttir mín, væri orðin mamma. Bara gaman að eignast svona litlar frænkur. Héðan er það helst að frétta að sú litla ákvað að heiðra langömmu sína á Ólafsfirði með nærveru sinni.
Hún ætlar semsagt að dvelja þar yfir helgina í góðu yfirlæti við söng og spil. Mamma hennar er nefnilega búin að kenna henni að spila á spil. En þar fer nú ekki saman þolinmæðin við að kenna eitthvað spil og spila það síðan. Þar með dæmist það á afann að sitja kvöldin löng og spila ólsen ólsen og svarta pétur.
Og til að bæta gráu ofan á svart þá vinnur sú litla yfirleitt Ólsen nema ég reyni að svindla, sem gengur nú ekki. Vegna þess að gjafarinn situr og blístrar(sem hún er nýbúin að læra) og fylgist vel með öllum hreyfingum afa. Afi reynir að vera laumulegur og fara að öllu með gát, en ónei. Afi þú átt hjarta eða spaða, heyrist, en maður reynir að ljúga sig út úr því.
Svo kemur þessi litla gála hinumegin við borðið, tekur utan um hálsinn á afa og segir ísmeygilega, OOOOOh þú ert svo sætur afi, þú ert sætasti afi í heiminum. Þar með er úti um sigur í ólsen ólsen og lái manni hver sem vill. Afi hafði nefnilega undirbúið svaka plott(einsog útrásarvíkingarnir)en það gekk ekki upp. Spyrjið bara Jón og Bjögga.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli