laugardagur, mars 07, 2009

Hhmm


Það er nú meira hvað sumir geta verið eftirtektarsamir. Í kvöld sat ég fyrir framan imbann þegar Marín kemur til mín horfir stíft framan í mig, tekur utan um andlitið á mér og segir. Guð afi þú hefur skorið þig, ha segi ég? Já komdu og sjáðu í speglinum, segir hún.


Og ég fer náttúrlega fram á bað og skoða hörmungina í speglinum. En enginn skurður, ekkert blóð. Og ég segi hvar er skurður. Hérna segir hún og bendir á línuna sem liggur hjá mörgum frá nasavæng og niður að munnviki. Þetta er ekki skurður segi ég. Hvað þá? spyr hún.


Þetta er bara hrukka segi ég, hvað er það? spyr hún... ohh. Þetta kemur oft hjá gömlu fólki segir afi og sígur allur saman í liðunum. Ert þú gamall ? spyr hún. Afi í anda næturvaktarinnar ehhhh eigum við að ræða það eitthvað frekar. Þú ert samt sætur segir svo skoffínið, og ja.... ég er alveg sáttur með það.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahahaha..erfitt fyrir afa gamla að viðurkenna að hann sé orðinn gamall :) En já, sáttur með að vera samt sætur, þrátt fyrir hrukkurnar hehe :)