miðvikudagur, febrúar 25, 2009

Bolludagur, sprengidagur og öskudagur




Hér voru miklar hamfarir eftir bauna og saltkjötsátið í gær. Það mátti einna helst lýsa þessu sem miklu þrumuveðri. Svona var þetta hjá mér.


En svo er náttúrlega öskudagurinn í dag og fórum við niður á Glerártorg í morgun, þar sem Marín söng í nokkrum búðum og fékk auðvitað nammi fyrir. Hún var auðvitað dubbuð upp sem Solla stirða og með hárið spreyjað bleikt.


Sýndist mér fólk á öllum aldri vera í grímubúningum. Var að hugsa um að fara sem íþróttaálfurinn.

Engin ummæli: