Í gær fór fram árlegt blót Kleifabergsmanna og er óhætt að segja að það hafi heppnast vel í alla staði. Þar fór saman góður matur, góð tónlist bæði frá okkar hendi og annarra. Held að mér sé óhætt að segja að Hvanndalsbræður hafi gjörsamlega slegið í gegn þarna.
Frábær spilamennska og frábærar sögur inn á milli laga sem Rögnvaldur gáfaði dró upp úr pússi sínu gerðu sitt til að skemmta manni. Meðan á matnum stóð var haldið happdrætti og voru að venju veittir veglegir vinningar sem keyptir eru í sérstakri búð hér í bæ. Sumir fóru glaðari heim af hótel kea en annar hefði gerst.
En semsagt góður matur og skemmtun takk fyrir mig.
1 ummæli:
Uuuu...vil bara benda á það að þú átt ekki TVO tengdasyni lengur...aðeins EINN. Bara svona ef þú skyldir ekki vera búinn að fatta það. Knús og koss á þig...þín uppáhalds elsta dóttir...
Skrifa ummæli