fimmtudagur, janúar 01, 2009

Sætustu systurnar


Jæja þá er nýtt ár einu sinni enn gengið í garð. Ég verð einu ári eldri í júlí en finnst samt að ég sé tvítugur. Skrýtið. Það var bara fínt hér í borginni í gærkveldi, fórum til Þóru og elduðum þar hamborgarahrygg og hreindýrafillet. Brjálæðislega gott. Þó að sumir kunni ekki að meta það.


Fórum síðan í Hæðargarðinn rétt fyrir miðnætti og góndum á imbann. Yngri dóttirin skellti sér með vinkonu sinni á English pub og fór ég með til að taka myndir. Búinn að vera nokkuð virkur í því eftir að ég keypti mér nýju græjurnar í júlí. Það er ferlega gaman að taka myndir á svona flotta vél, enda kostaði hún nokkra bláa.


Síðan tekur bara vinnan við á morgun og verður haldið til veiða til að afla þjóðinni gjaldeyris, ekki veitir af. Hvort það verður á heimamiðum eða í norsku eða rússnesku landhelginni veit ég ekki fyrir víst. Vona bara að það gangi jafnvel og í síðasta túr. Einhverjir eru nú að gráta yfir því að þetta sé nú flutt óunnið úr landi en eins og við skilum þessu af okkur þá er nú lítið annað eftir en að éta þetta.


Margir vita ekki að það er óhemjuvinna bak við túr eins og fyrir jól, sem tók 39 daga og endaði í einhverjum 245 milljónum. Það er töluverður skattur sem rennur í ríkiskassan af svona hlut, fyrir utan alla aðra vinnu og þjónustu sem þarf til að afgreiða svona skip út í næsta túr. Þetta er ekki bara áhöfnin. Það eru veiðarfæri sem kosta nú sitt, kostur svo við fáum eitthvað að borða, olía sem er ekki ódýr, og alls konar aukadót sem ég kann ekki að nefna en skilar sér til baka í einhverskonar þjónustu sem greiða þarf skatt af. Og þeir sem hafa einhverja komplexa út af góðum launum sjómanna, drífið ykkur á sjóinn. GLEÐILEGT ÁR.


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eins gott að þú settir ekki hina myndina af okkur inn. En annars segi ég bara gleðilegt nýtt ár & takk fyrir hitt árið. Elska þig pabbi minn..þú ert klárlega bestur :)