þriðjudagur, desember 30, 2008

Gleðilegt ár

Kom heim eftir langa en velheppnaða veiðiferð, sem hófst þann 13 nóv og endaði 21 des. Flugum við til Tromsö 13 nóv og vorum þar eina nótt og héldum á miðin aðfaranótt 15 nóv. Og þvílíkt fiskirí þarna, vorum að vinna milli 50-60 tonn á sólarhring. Man nú ekki hvað við vorum marga sólarhringa að klára kvótann sennilega 10-11. Héldum síðan á heimamið og lentum í frábærri þorskveiði en þurftum að hætta því skelltum okkur í ufsann. Það var fínasta veiði í honum. Lönduðum síðan á Eskifirði og fórum strax út aftur í ufsaveiði. Þetta urðu einhver 983 tonn upp úr sjó og 245 millur. Ekki slæmt það.

Afi og amma fengu svo litlu dömuna í heimsókn um jólin og stóð hún í ströngu á aðfangadagskvöld við að opna pakka. Fékk hún meðal annars snyrtidót í jólagjöf og tók sig til og setti smá kinnalit og augnskugga á afa sinn. Henni finnst greinilega að það þurfi að sparsla aðeins í fésið á honum. Ætlum við svo að eyða áramótunum í Rvík þar sem þeirrar litlu verður sárt saknað, en hún verður hjá pabba sínum yfir áramótin.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já það verður undarlegt að hafa ekki litla dýrið mitt á morgun..fyrsta hátíðin sem hún er ekki hjá mér..en svona er það þegar foreldrarnir búa ekki saman, þá þarf að skiptast á. Hugsa að ég láti bara klóna hana & þá getur Snorri haft klónið..Annars bara skál & verðum dansandi kát á morgun. LU Ingaling..sem er "eins & HÆNA UNDIR hól" hahaha :)