laugardagur, nóvember 08, 2008

Palli var einn í heiminum.


Já hún litla er búin að vera hér hjá okkur í nokkra daga með mömmu sinni, og fór síðan suður á fimmtudag með ömmu og mömmu. Þannig að ég er bara einn í kotinu þessa dagana og er svolítið einsog Palli. Vegna þess að litla daman er algjör orkusuga og skilur mann eftir alveg gjörsamlega tóman.

Þetta er svolítið eins og að búa í 300 fm frekar en í 78 fm eins og íbúðin er. Annars er maður búinn að nota tímann til að lesa og horfa á tónlistarvídeó. Búinn að horfa á síðustu tónleikaför The Rolling Stones The bigger bang og er hún alveg mögnuð. Aldeilis ótrúlegt hvað þessir karlar eru orkumiklir komnir hátt á sjötugsaldur. Margur yngri maðurinn mætti taka frontarann sér til fyrirmyndar hvílíkt úthald að geta hlaupið svona um. Maður er búinn bara eftir eina klósettferð. Nei segi nú bara svona.

En nú fer að koma að því að maður fari aftur á sjóinn og verður næsti túr fram að jólum skilst manni. Annars eru þeir að gera aldeilis frábæran túr í rússnesku lögsögunni eru komnir með að minnsta kosti 160 millur. Jæja nóg í bili.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ!! Mikið ertu með fallega mynd á forsíðu bloggsins...minnir svolítið á vannærðann brjálaðann vísindamann/poppara. Frekar ljótur náungi. Einhvern tímann var Jay Leno að gera grín að því að Donald Trump væri að selja hárvörur og sagði að það væri eins og Keith Richards færi að selja andlitskrem.....bawahahahaha ég hló mig máttlausa. Hafðu það bara gott annars. Hérna kemuru suður áður en þú ferð á sjó? Keep me posted. Love U....þín uppáhalds elsta dóttir Þóra.