Núna í þessu harðæri og hækkunum á öllu er gott að eiga aðgang að aldeilis frábærri fæðu sem allir ættu að borða sem oftast. Nefnilega fiskur. Ekki eru allir svo heppnir að þekkja einhvern sem er t.d á frystitogara og geta fengið fisk fyrir lítið eða bara frítt.
Nú borða ég mikið af fiski og helst þá nýja ýsu eða lúðu sem er algjört sælgæti. Ekkert rasp eða samsull ýmiskonar sem er svo sem ágætt, bara soðið. Svo er það náttúrlega signi fiskurinn, en ég er afskaplega veikur fyrir honum. Með smjöri og kartöflum eða vestfirðing til hátíðarbrigða og slefan lekur úr munnvikunum. Borðaði svoleiðis í kvöld, lyktin náttúrlega ekkert sérstök en þá er bara að lofta vel út. Verka handa mér svona tvisvar á ári og fer sparlega með hann.
Mér datt þetta í hug af því að ég fór í Bónus í dag og var svona að skoða í frystiborðin. Rak þá augun í vakúmpakkningu sem á stóð sjófryst ýsuflök. Ég hef nú bara ekki séð annan eins vibba. Ógeðslega gult og eitthvað ólystugt. Trúi því ekki að þetta sé að koma af einhverjum frystitogara miðað við það sem ég þekki. Myndi ekki kaupa þetta. En nóg í bili.
1 ummæli:
Þetta er eins og þegar við Robbi fórum í Mercadonna á Mallorca og ætluðum að fá okkur FERSKANN fisk úr fiskborðinu. Eftir að hafa horft á fiskinn í hálfa mínútu og kúgast yfir lyktinni af honum og hneykslast á útlitinu ákváðum við að halda frekar áfram að borða pasta, kjöt, súpu og kjúkling. Ógeðslegasti fiskur sem ég hef séð. En já sigin fiskur með hömsum og kartöflum er góður. Heyrums. Knús þin uppáhalds elsta dóttir Þóra
Skrifa ummæli