Það lítur út fyrir sama góða veðrið í dag undanfarna daga. Þetta er bara fínt því síðustu sumur þegar maður hefur verið í fríi, hefur það bara verið hálfgert lottó hvort maður hefur hitt á góða daga.
Svo er nú fríið að styttast í annan endann og verður næsta frí ekki fyrr en í október að öllu óbreyttu. Skruppum aðeins að Mývatni í gær og var það bara fínt fyrir utan mýið. En þegar við vorum að keyra fram hjá vatninu tók ég eftir því sem ég hélt að væri uppgufun vegna hitans.
En það var ekki svo heldur voru þetta stórir svermar af mýi sem biðu eftir að ég kæmi út úr bílnum, svo þær gætu nagað mig inn að beini, helv á þeim. En ég lék á þær og þóttist vera annar en ég var, ha ha. Það virðist nefnilega svo að ég sé í sérstöku uppáhaldi hjá svona helv bitvarg hvar sem ég er staddur.
Meira að segja þegar við vorum í Paimpol í Frakklandi þá elti ein skaðræðisflugan mig alla leið á Heathroweflugvöll í London þar sem hún lék listir sýnar fyrir ofan hausinn á mér. Jæja en nú er að líða að verslunarmannahelginni margfrægu og er ekki að efa að sumir eiga eftir að skemmta sér bæði vel og illa. Vonandi að veðrið haldist óbreytt.
1 ummæli:
Ég hata mýflugur!!! En ég ætla sko að skemmta mér VEEEEL um versló á Akureyri CITY vívú duddurú. Kem eftir 4 daga, hlakka ógurlega mikið til. Bið að heilsa gömlunni þinni hahaha ég er svo gríðarlega fyndin =)
Skrifa ummæli