mánudagur, ágúst 04, 2008

Fríið búið (snökt)


Jæja þá er nú þessi sæla að verða búin. En maður getur nú aldeilis ekki kvartað. Búin að vera einmunablíða síðustu 10-14 daga og bara Mallorca veður dag eftir dag. Enda ber maður þess merki með sólarofnæmi og alles. Þurfti að fara í apótekið og kaupa mér áburð. Ef það eru ekki flugurnar að éta mann þá er það eitthvað annað. Svo er nú Inga Marínar mamma búin að vera hér síðan á föstudag og eitthvað verið að rifja upp gamla takta frá því á árum áður. Kallinn hennar sem hún er nýbúin að giftast var aftur á móti á HALLEJÚJA samkomu í kotinu um helgina. Misjafn er mannana smekkur.


Þóra stóra systir hennar er aftur á móti á Þjóðhátíð í Eyjum þessa helgi eins og endranær með sínum ektamanni, og heyrist mér bara að þar séu allir í góðum gír. En semsagt við skruppum aðeins á Sigló í gær og var það bara gaman. Þvílík sól og blíða sem gerist ekki betri en í Fjallabygðinni á svona dögum.


En nú er þetta víst að verða búið, fer á sjóinn á morgun og mig hlakkar ekki til. Getið þið ímyndað ykkur hversvegna. Það er þó bót í máli að ég hitti afastelpu aðeins áður en ég fer, og verða þar fagnaðarfundir. Set inn mynd af henni hérna úr brúðkaupinu, vona bara að ég hafi mátt það. Myndin er ekki tekin af mér.

Engin ummæli: