miðvikudagur, júlí 09, 2008

Hollywood star


Jamm sumir héldu því fram að ég ætti eftir að kaupa hjól handa þeirri litlu, iss bara. Og hvað haldið þið, við fórum í innkaupaleiðangur og komum heim með eitt stykki hjól og náttúrlega hjálm (jelm segir sú litla). Þetta er svakalega fínt hjól sem heitir Hollywood star og er með stjörnum og svoleiðis dóti. Hún er búin að vera svolítið útundir sig í þessum efnum. Afi eigum við að koma í búðina og skoða hjól, sagði hún nokkrum sinnum. Sniðug ha. Þetta hefur þýtt það að ég hef fengið ágætis hreyfingu, hlaupandi á eftir henni lafmóður og kófsveittur niður brekkur hrópandi BREMSAÐU Marín. Svo skellihló hún að afa þar sem hann bögglaðist á eftir henni á linum löppunum og hárið einsog bústinn andarass í roki.


Hún er nú búin að vera hjá okkur í rúma viku og halda okkur uppteknum í allskonar leikjum og tilheyrandi. Síðan fór hún suður í gær með langömmu Þóru og langafa Fadda, og finnst manni svona heldur rólegt yfir öllu.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bwahahahaha....ÉG VISSI ÞAÐ....sagði að þú myndir kaupa handa henni hjól. Hún hefur þig svo í vasanum....merkilegt hvað stórir menn komast fyrir í litlum vösum sagði pabbi hennar einhvern tímann. Og vá hvað ég sé þig fyrir mér hlaupandi á eftir henni lafmóður og sveittur, með skelfingarsvip kallandi: BREMSAÐU MARÍN!!! Annars hafið það bara gott og hlakka til að sjá ykkur þegar þið komið suður. Kv Eldri dóttirin.

Ottó Jóhannes sagði...

Já nú lætur maður strengina líða úr löppunum og lagar greiðsluna he he

Nafnlaus sagði...

Hæhæ, bara að kvitta fyrir innlitið. Er andvaka...get ekki sofið. Hvernig er það á ekkert að fara að blogga meira? Knús og koss þín uppáhalds elsta dóttir..