fimmtudagur, júlí 24, 2008

Ehemm


Ja sko, það var verið að hvetja mig til að skrifa eitthvað hér inn, og best að reyna það.


Á laugardaginn í síðustu viku gifti yngri dóttir mín sig og fór vígslan fram í Fríkirkjunni í Reykjavík.


Það var þvílík einmunablíða að elstu menn muna ekki eftir slíku veðri. Mér leið einsog nautasteik á kolagrilli þar sem ég sat á stól í kirkjunni, og sólin skein beint inn um glugga og á mig þar sem ég var. Athöfnin fór hið besta fram og stóð þar upp úr fyrir utan giftinguna sjálfa að sjálfsögðu, söngur Þóru stóru systur brúðarinnar og söngur Tómasar besta vinar brúðgumans.


Svo var auðvitað voooða sætt þegar afastelpan sem var hringaberi kom með giftingarhringana og afhenti prestinum þá. Vörður Traustason prestur í Fíladelfíu gifti þau. Veislan fór síðan fram í fóstbræðrasalnum á langholtsvegi og var margt til gamans gert þar. Systir brúðarinnar fór með minni brúðar og sagði af því tilefni nokkrar gamansögur af henni, he he.


Eyþór bróðir gumans fór með minni fyrir hans hönd og var það líka vel heppnað. Síðan sungu Þóra og Tómas Love me tender og fórst það vel úr hendi einsog þeirra er von og vísa, en Þóra er skolli lagviss og syngur bara nokkuð vel (smá grobb). Síðan bað Marín um að fá að syngja fyrir mömmu og gerði það vel með smá hjálp frá Þóru frænku. Eftir veisluna skelltu þau sér í sumarbústað og hef ég sannfrétt að jarðskjálftafræðingar hafi rokið upp til handa og fóta um nóttina, vegna jarðhræringa á suðurlandsundirlendinu. Neeei bara djók. Jæja nóg í bili blezzz.

Engin ummæli: