föstudagur, apríl 04, 2008

Í búðarleik notar maður sólgleraugu, helst bleik


Jæja þá, eitthvað lítið að frétta núna. Það er þá einna helst að sú litla hringdi í afa sinn um daginn og sagði. Hæ afi ég fór að skæla í kvöld, nú af hverju spurði afi. Ég saknaði afa svo mikið og var illt í hjartanu sagði sú stutta. Það munaði litlu að maður brunaði suður þegar í stað.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já hún er alltaf að spurja hvort afi sé ekki að fara að koma. Hún spurði í gær: "Gleymdi afi að segja bless við mig þegar hann fór aftur á sjó?" Ég sagði að þú værir ekki farinn aftur á sjó & þá sagði hún: "Af hverju er þá afi ekki hjá mér?" Greinilegt að hún er algjör afastelpa, enda held ég að hún eigi engan betri vin en hann afa sinn =)

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Ottó Jóhannes sagði...

Já er þetta ekki eitthvað sem maður kallar að elska út af lífinu. Að minnsta kosti get ég ekki ímyndað mér hvernig lífið væri í dag ef eg ætti ekki svona litla og sæta afastelpu.Kv Afi

Ottó Jóhannes sagði...

Já það fer nú að koma að því að við komum suður. Samt ekki fyrr en í næstu viku í fyrsta lagi. Er að skifta yfir í vodafone og ætla að reyna að vera heima þegar það gerist.