
Þá er nýtt ár runnið upp og ekki er gott að segja hvernig það nýja verður. Gamla árið var bara nokkuð gott og fer bara í reynslusarpinn með öllum hinum. Það helsta sem skeði hjá okkur var að við keyptum okkur loksins íbúð að Kiðagili 1 hér á Akureyri og líkar okkur bara vel hérna. Síðan gifti eldri dóttir okkar sig unnusta sínum til sex ára við mikinn fögnuð foreldra beggja, þar sem skilafresturinn var að renna út. Loks flutti sú yngri til Reykjavíkur með sínum heittelskaða, en við mikla sorg hjá gamla settinu því að auðvitað fór barnabarnið með þeim. Þannig að núna heyrir maður ekki ( afi lulla hénna, afi ditja hénna, afi ekki gæla núna ). Það er semsagt enginn sem maður getur snúist í kringum. Einsog pabbi Marínar sagði þá er merkilegt hvað stórir menn komast í litla vasa. En til hvers eru eiginlega ömmur og afar. Bara spyr???
Engin ummæli:
Skrifa ummæli