
Jæja þetta er nú aldeilis fríið sem maður er í, það eru allar líkur á að maður fari ekki út á sjó fyrr enn um miðjan september. En það er bara allt í lagi þá sér maður meira af litlu dömunni okkar og það er ekki hægt að fá leið á henni. Ég meina hver getur fengið leið á svona litlum einstaklingum sem eru að uppgötva heiminn, ekki ég. Fórum inn í Vaglaskóg í dag og þvílíkur hiti, ætlaði gjörsamlega að gera útaf við mann. En við kvörtum ekki yfir því hér á Íslandi, höfum ekki efni á því. En semsagt allt gott að frétta héðan úr Kiðagilinu. Kv Ottó
Engin ummæli:
Skrifa ummæli