Jæja þá er maður kominn heim aftur. Við vorum fjóra daga fyrir sunnan og var frekar kalt og hvasst allan tímann. En nú hyggur maður á íbúðakaup og er ég búinn að festa mér eina í Kiðagilinu. Fór á fasteignasölu í síðustu viku þar sem mér var sagt frá íbúð í Kiðagilinu sem ég fór og skoðaði, og leist mér svona helv vel á hana. Þannig að það var allt sett á fullt og fæ ég hana afhenta í júlí. Það var ekkert verið að skoða annað, bara látið vaða.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli