
Erum búin að vera að passa þá stuttu nánast alla vikuna og nóg að gera í kringum þá litlu. Fór með hana á föstudag útá róló og var hún í svaka stuði þar. Hún fékk mig meira að segja til að róla mér en það hef ég ekki gert í mörg ár. Fórum við svo aftur á laugardagsmorgun með Jakob með okkur en það var skolli kalt svo við stoppuðum ekki lengi. En það hlýtur að fara að hlýna og svo fer að styttast í að maður taki fram veiðigræjurnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli