Það er lítið um að vera hjá manni þessa fyrstu daga ársins. Maður reynir bara að hafa það notalegt og láta lítið fyrir sér fara. Annars er einhver kvefskítur og hálsbólga búin að hrjá mann undanfarið einsog það er nú skemmtilegt. Ætlunin er að skreppa suður um næstu helgi og heilsa upp á vinafólk á Akranesi og verður það ábyggilega ekki leiðinlegt, reikna ég þó með því að maður muni sakna þeirrar stuttu, þó þetta verði ekki nema tveir dagar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli