mánudagur, janúar 16, 2006

Fín helgi

Héðan er það helst að frétta er að við fórum suður um helgina, nánar tiltekið upp á skaga. Heimsóttum þar Guðbjörgu og Smára og var ekki í kot vísað frekar en endranær. Fengum endur í matinn á föstudaginn þegar við loksins komumst þangað eftir smá vesen í startinu. Sem var eitthvað torkennilegt hljóð í jeppanum en það er held ég ekkert alvarlegt. En ég stoppaði inn í Öxnarárdal og hringdi í félaga minn og lét draga mig í bæinn þorði ekki annað. Keypti síðan snjódekk undir citroninn og skelltum við okkur síðan af stað. Svo ég byrji þar sem frá var horfið þá fengum við gómsætt rauðvín með öndunum sem voru alveg snilld, þar á eftir var síðan fengið sér koníakstár og kaffi, bjór, og síðan setið yfir einhverju spili fram á nótt. Kvöldið eftir var svínasteik og rauðvín og sem kvöldnasl útbjó Guðbjörg sushi. Hef ég aldrei smakkað svoleiðis áður en þetta kom mér á óvart, bara déskoti gott, hélt ég ætti aldrei eftir að éta þara og svoleiðis gróður. Semsagt bara skolli velheppnað. Enda kom maður heim vel mettur á sunnudag. Jæja ekki fleira í fréttum að sinni over and out.

Engin ummæli: