laugardagur, desember 31, 2005
Gamlársdagur
Jæja þá er enn eitt árið að verða búið og nýtt að taka við. Byrjaði að hantera strútinn kl 7.00 í morgun og tók þetta alls 12 tíma og heppnaðist bara ótrúlega vel. Reyndar var hann svo stór að ég get ábyggilega boðið íbúunum hér í stigaganginum í mat á morgun. Allir gengu sem sagt saddir og ánægðir frá matarborðinu og er það nú víst tilgangurinn með þessu. Svo erum við þau gömlu að fara að passa þá stuttu meðan mamman bregður sér á skrall. Svona er gangurinn á þessu, ég veit ekki hvort maður á að telja sig gamlan eða ungan. Allavega eru hnjáskeljarnar á mér að verða uppurnar eftir nokkrar ferðir hér um gólfin. Eitthvað er svo skrallið farið að minnka. Nú og svo er sú stutta eitthvað farin að myndast við að kalla mann afa og þá líður manni einsog gömlum gráskegg(nei djók). En semsagt vonandi hafa allir það bara gott. Kv grandpha.
1 ummæli:
Var þetta ekki bara úlfaldi
Skrifa ummæli