sunnudagur, desember 25, 2005

Aðfangadagur

Í gær fórum við til 'Olafsfjarðar og vorum í mat hjá mömmu og pabba. Inga og Marín voru með í för og var mikið stuð á henni Marínu litlu. Hún er nú farin að láta til sín taka á ýmsum sviðum. Meðal annars röltir hún með pissu og kúkableyjur í ruslið og heyrist mikið iss og fuff á meðan, síðan eru hendurnar dustaðar vel og vandlega á eftir. Síðan þarf hún mikið að brasa í kringum jólatréð hérna heima og þykist ekki taka eftir ef maður bannar henni að týna kúlurnar af, eða þá að hún hlær bara að manni. Síðan fórum við aðeins á rúntinn í dag og þegar við komum heim setti hún skóna sína óbeðin í skóhilluna. Borðuðum síðan svið og hangiket og er ég ekki frá því að henni hafi þótt kjammarnir betri.

Engin ummæli: