föstudagur, maí 06, 2005

Rok og rigning

Það er lítið að gerast þessa dagana. Marín var hjá ömmu og afa meðan foreldrarnir skruppu í bíó. Að vísu var Þóra að passa hana og sýndist mér sú litla vera ánægð með það. Hún allavega skellihló og skemmti sér vel hérna, enda var frænkan dugleg að syngja fyrir hana. Þetta er nú meira drulluveðrið hér, rigning og snjókoma til skiptis. Ekkert gaman að spóka sig á eðalvagninum. Jæja það hlýtur að rætast úr því.

Engin ummæli: