mánudagur, febrúar 14, 2005

Púff

Skrapp í heimsókn til Þóru dóttur minnar í kvöld, og fékk tölvuna hennar lánaða til að setja upp í henni vírusvörn. Lét hana síðan vírusleita og brá mér frá. þegar ég kom aftur þá var skjárinn dauður og ég hélt að tölvan hefði rústast. En það reddaðist allt og mér var mikið létt. Fann nokkra vírusa og var gengið frá þeim á tilhlýðilegan hátt. Fórum síðan í mat til Ingu og Snorra og fengum kjúklingabringur með tilheyrandi. Mjög gott. Þóra og Robbi tölvueigendur komu síðan og stoppuðu smástund. En nú er víst kominn háttatími fyrir venjulegt fólk, og komið nóg í bili.

Engin ummæli: