fimmtudagur, október 09, 2008

Jólaland,Solla og Silvía


Afi og amma gerðu sér ferð með þá litlu í jólalandið í dag. Ætlunin var að kíkja á hellirinn hjá Grýlu gömlu og gá hvort hún væri heima. Hetjan þurfti smá dekstur til að kíkja inn og gá hvort frúin væri þar. Og hún var sko heima, það þurfti að halda í báðar litlu hendurnar þegar hún teygði sig og kíkti. Þarna sat hún með úfið hárið, stærðar kartöflunef og eina stóra tönn. Sú litla fullyrti að það væri rooosalega vond fýla út úr hellinum. Það var ekki laust við að það væri smá titringur í hnjánum innan undir Sollu leggingsbuxunum. Á leiðinni í bæinn þá tilkynnti hún að hana langaði að fara að skoða í búðina semsagt toysforus. Afi sagði með ströngum róm að ekkert yrði keypt. Nei, nei bara skoða sagði hún. Og bara allt í lagi með það. Að vísu sagði hún ömmu sinni að hún ætti afmæli 25 nóvember. Svo allt í einu tók hún dansspor þarna og fór úr Sollu yfir í Silvíu Nótt. Hey þú ógeðslega töff ég er að tala við þig byrjaði hún að syngja en amma og afi fóru bara að skoða dúkkur. Hehe

Engin ummæli: