laugardagur, apríl 08, 2006

Gráskeggur


Eftir því sem mér skilst er verið að vinna í því að fá þennan glaðlega gráskegg til landsins í sumar, til að spila á hátíð hafsins. Einnig á að koma honum í kynni við sjómannadagsstemninguna á Ólafsfirði. Roðlausir og beinlausir kynntust honum í Frakklandi í sumar og reyndist þetta vera hinn allra skemmtilegasti náungi. Hann spilaði með okkur síðasta kvöldið okkar og sagði við það tækifæri( this is the best entertainment I´ve had with my cloths on). Á sumrin dvelur hann mest um borð í skútu sem hann smíðaði og var hún mjög snyrtileg að innan sem utan þegar ég skrapp í heimsókn til hans ásamt Ingvari myndatökumanni og Bjössa. Og ekki skemmdi fyrir að fá rótsterkt jachtcoffee með smá ívafi. Það er vonandi að af þessu verði.

Engin ummæli: