miðvikudagur, mars 01, 2006
Montinn afi
Jæja þá er maður í stuttu fríi núna, fer semsagt út á sjó á morgun en við komum í land á sunnudag með 76 millur. Búið að vera nóg að gera að snúast í kringum þá stuttu en hún þekkti afa sinn þegar hann kom heim. Var einn að passa hana í gær og var ekkert smá grobbinn þegar ég hélt að ég hefði svæft hana, eftir að vera búinn að raula afi minn og amma mín svona 20 sinnum. Læddist fram og heyrði þá að hún var farinn að segja ussfuss sem þýðir að hún er að finna svona ósýnilegt rusl á tánum á sér. Síðan var hún bara góð við afa og sagði mikið aaa og ahhh, og hélt mikið utan um afa, þannig að afi var ekkert svekktur yfir svefnleysinu. Fer svo á sjó á morgun og í frí eftir það. Blizz
Engin ummæli:
Skrifa ummæli