Þá er maður nú kominn í frí eftir tvo ömurlega leiðinlega og laaaaaangdregna túra á grálúðu og úthafskarfa. Nú verður sko dustað rykið af veiðigræjunum og skroppið eitthvað til að ná sér í nokkra fallega silunga og svol skepnur. Í byrjun næsta mánaðar ætla síðan gaurarnir í þeirri landsfrægu( bráðum heimsfrægu) gleðisveit Roðlaust og Beinlaust að skemmta frökkum af sinni alkunnu snilld. Mun sá gjörningur fara fram í bænum Paimpol sem er á Brittaníuskaga. http://www.paimpol-2005.com/.
Er ekki að efa að það mun heppnast frábærlega, og er mikil tilhlökkun í þeim sem ætla að skella sér. Merci
Engin ummæli:
Skrifa ummæli